Svör við nokkrum algengum spurningum er að finna hér fyrir neðan.

Fyrir frekari upplýsingar skal hafa samband við hjalp@dk.is  


 • Ég er með 2 fyrirtæki eða fleiri í dkPlus. Hvernig skipti ég um fyrirtæki? 
  Með því að smella á fyrirtækið efst í hægra horninu er hægt að breyta um fyrirtæki. 
 • Ég vil breyta mínu lykilorði, hvar geri ég þar?
  Með því að smella á "Valmynd" og "Stillingar" undir prófíl myndinni þinni þar er hægt að breyta lykilorði, símanúmeri o.fl.
 • Ég vil fá skýrslu yfir mína ósamþykkta reikninga, hvar stilli ég það? 
  Það er gert undir "Valmynd" og "Stillingar" undir prófíl myndinni þinni.
  Hægt er að velja einn eða fleiri daga og tímasetningu sem skýrslan berst. Til að þetta virki eðlilega þarf að vera búið að setja inn netfang á starfsmanninn sjálfann. 

 • Ég vil fá mynd á notandann minn, hvar geri ég það? 
  Kerfið notast við Gravatar. Til að setja inn mynd á notanda þarf að fara inn á gravatar.com og hlaða inn mynd sem notast við netfang notandans.

 • Ég hýsi gögnin mín ekki hjá dk, get ég notað dkPlus?
  Það getur hver sem er notað dkPlus, setja þarf upp vefþjónustu sem hafa aðgang í dk gögnin og sjá þau um samstillingu við dkPlus. Sjá nánar hér