Page tree
Skip to end of metadata
Go to start of metadata

Þann 24. mars 2021 tekur við breyting á innlestri lánardrottnareikninga (vMail) þar sem hann fer einungis að notast við IMAP samskiptaregluna.

Áður fyrr notaðist vMail við svokallaða POP3 samskiptareglu til að lesa úr pósthólfum. Í einföldu máli þá styður hún aðeins að lesa úr pósthólfi en ekki að stofna möppur og að færa skeyti á milli þeirra.

Breytingin gerir okkur kleift að stofna möppur innan pósthólfins og færa skeyti í möppur. Þetta hjálpar til dæmis við:

  • þegar villa verður við innlestur þá færum við skeytið í “Error” möppu innan pósthólfsins og send er tilkynning.
  • fyrir þá sem vilja sjá þau skeyti sem hafa komið í pósthólfið - þá færast öll lesin skeyti í “Processed” möppu.

Hægt er að sjá meira um möppur undir Virkni → Möppur.

Mikilvægt

Til að vMail virki sem skyldi þarf að ganga úr skugga um að IMAP samskiptareglan sé virk hjá póstþjónustunni sem notuð er (Office365, Gmail, dkVistun, eða annað).

Í flestum tilfellum þarf að hafa samband við hýsingaraðila tölvupóstsins hjá fyrirtækinu.
Í öðrum tilfellum gæti þurft að skrá sig inn á pósthólfið og virka IMAP þar undir stillingum.

Leiðbeiningar fyrir hýsingaraðila (Microsoft Exchange): Leiðbeiningar

Athugið

Við mælum ekki með að nota Gmail með vMail þar sem IMAP innlestur virkar illa hjá Gmail. IMAP leiðbeiningar fyrir Gmail.

Einnig verða sjálfvirkir póstar sendir á netföng tilkynninga (eða stjórnendur) þegar villur eiga sér stað. 


Póstur var sendur þann 24. mars 2021 á þau fyrirtæki þar sem pósthólf þeirra var ekki hægt að tengja með IMAP samskiptareglunni.


  • No labels