Undir Lánardrottnar - Lánardrottnar er listi yfir alla þá lánardrottna sem til eru í kerfinu. 

Með hnappnum "Valkostir" er hægt að flokka og bæta við dálkum með frekari upplýsingum um lánardrottnana. Hægt er að endurraða listanum með því að smella á dálkinn eða raða eftir ákveðnum dálkum með því að hafa "Flokkun" virka undir "Valkostir" og draga dálk á stiku. 

Hægt er að stofna og breyta færslum um lánadrottna. 

  • Til að stofna lánardrottin er smellt á + efst í hægra horninu, upplýsingar settar í viðeigandi reiti og smellt á "Vista".   • Ef smellt er á kennitölu lánardrottins opnast upplýsingarspjald lánardrottins. Þar er hægt að breyta upplýsingum með því að velja "Breyta".