Page tree
Skip to end of metadata
Go to start of metadata

Þegar búið er að setja upp innlestur reikninga þá hefur dkPlús aðgang í að lesa úr og skrifa í pósthólfið en einnig að stofna möppur.


Það sem ber að hafa í huga

 1. Þegar skeyti inniheldur fleiri en eitt viðhengi (t.d tvö .pdf skjöl) þá stofnar dkplús reikning fyrir hvert viðhengi.

 2. Innlestur úr pósthólfum á sér stað á 15 mín fresti, þ.e 10:00, 10:15, 10:30 o.s.frv.

 3. Inbox má ekki innihalda fleiri en 150 skeyti þegar innlestur hefst. Þegar þetta gerist þá er best að færa öll skeyti úr Inbox yfir í möppu og týna inn 150 í einu.

 4. Ef að innlestur nær ekki að greina lánardrottinn með reglu eða úr viðhengi fer reikningurinn á sjálfgefinn lánardrottinn.


Staðsetning skjala

Hægt er að leiðbeina hvar skjöl skulu liggja og er nauðsynlegt að þau liggi á miðlægu svæði þar sem dkPlus kerfið getur haft aðgengi í þau til að birta notendur
Sjá nánar Staðsetning á fylgiskjölum

(Mynd 1)

Skýringarmynd af innlestri reikninga (vMail)

Leyfðar skrár

Þær skráarendingar sem vMail styður eru eftirfarandi:

 • .rtf
 • .doc
 • .docx
 • .pdf
 • .mht
 • .odt
 • .xml
 • .epub
 • .html .htm

Þegar viðhengi eru skönnuð er eftirfarandi skráð á reikninginn:

 • Dagsetning
 • Eindagi
 • Reikningsnúmer
 • Upphæð
 • Gjaldmiðill


Einnig ef Gjaldalykill er skráður á Lánardrottinn er lína sjálfkrafa stofnuð og skráð eru: 

 • Upphæð
 • Lykill
 • Texti
 • Dim1
 • Dim2

(Mynd 2)

Pósthólf þar sem dkplús hefur stofnað vMail möppur.

Möppur

Möppur sem vMail stofnar eru:

vMail - yfirmappa
  Processed - Skeyti sem hafa verið lesin og stofnaður hefur verið reikningur í dk/dkplús.
  Duplicate - Skeyti (eða m.ö.o reikningar) sem eftir innlestur komu í ljós að voru nú þegar til í kerfinu (sama reikningsnúmer og lánardrottinn).
  FileSizeExceeded - Skeyti sem voru of stór eða innihalda viðhengi stærri en 15MB.
  Error - Skeyti sem lenda á villu.

 • No labels