Versions Compared

Key

 • This line was added.
 • This line was removed.
 • Formatting was changed.

Dæmi um stimpilklukku hreyfingar fyrir febrúar mánuð 2020 í dk+

Uppsetning á stimpilklukku

Til þess að virkja stimpilklukku fyrir þitt fyrirtæki þarf að vera búið að gera nokkra hluti.

Info

Stimpilklukka í dk+ stendur ein og sér fyrir utan dk-stimpilklukkuna.

Hægt er að færa færslur á milli þessara kerfa en einnig er hægt að færa yfir í verkbókhald.

Bæta við léni

Ef virkja á stimpilklukku þarf fyrst að velja nafn á léni. Á síðunni Umsjón/Yfirlit er að finna svæði sem heitir Síður.
Þar er hægt að stofna lén með forskriftina <nafn>.work.dkplus.is. Eftir að lénið hefur verið stofnað er hægt að benda á vefslóðina úr öðru léni.

Stilla lén

Eftir að lén hefur verið stofnað er hægt að eiga við stillingar léns. Með því að smella á heiti lénsins undir Síður svæðinu opnast upp gluggi með stillingum.

Deildir

Ef fyrirtæki notast við Deildir er hægt að takmarka lénið við ákveðna deild. Ef deild er valin munu allar stimplanir frá því léni sjálfkrafa fá þá deild.

IP-tölu takmarkanir

Ef takmarka á aðgang fyrir utanákomandi fyrirspurnir er það í boði. Notast við CIDR.
Hægt er að bæta við mörgum IP-tölum einfaldlega með því að hafa hverja IP-tölu í nýrri línu.

Valkostir

Undir valkostum er að finna ýmislegar stillingar:

 • Tungumál:
  Segir til um á hvaða tungumál er notað á léninu.
 • Verkleit virk:
  Segir til um hvort felligluggi birtist með leit í verkum við innstimplanir (ef notast er við verk).
 • Innstimplun falin:
  Segir til um hvort fela eigi starfsmanna númer þegar það er slegið inn (eins og gert er með lykilorð).Stillingar

Almennt

Ákveða þarf hvaða reitir eiga að vera sýnilegir þegar starfsmaður stimplar sig inn.
Reitir sem í boði eru:

 • Athugasemd
 • Verk
  • Verkþáttur
  • Verkliður
 • Deildir
  • Deild
  • Verkefni
  • Viðfangsefni
Info
titleSenda verkhreyfingar

Ef að notast er við verkskráningu í stimpilklukku býðst sá valkostur að senda stimpilklukku hreyfingar beint yfir í verkbókhald þegar stimplun er lokað.

Info
titleRúnun

Einnig er boðið upp á að rúna þær stimplanir sem sendar eru yfir í verkbókhald upp að næstu 1,5,10,15,30 eða 60 mínútum.

Note
titleAthugið

Ef að stillingum er breytt þarf að eyða vafrakökum (e. clear cookies) á stimpilklukku slóðinni
og endurhlaða (e. refresh) síðunni.

Image RemovedStimpilklukku stillingar. Notast er við verk sem skyldu
538pxog allar færslur eiga að sendar yfir í verkbókhald sem rúnun upp að 15 mínútum.

Stimpiltegundir

Stimpilklukkan hefur fjórar grunn stimpiltegundir. Þær eru Vinna, Veikindi, Veikindi barns og Frí.

Hægt er að stofna fleiri stimpiltegundir en tengja þarf þær við Tegund og dk Tegund.
Það er svo að hægt sé að vita dk stimpilklukku megin af hvaða tegund stimplunin er svo að hægt sé að reikna laun út frá því.

Skýrslur

Hægt er að taka út skýrslur undir Skýrslu flipanum. 
Velja þarf Frá og Til dagsetningar en núverandi mánuður er sjálfvirkt valinn.

Hægt er að velja einn eða fleiri starfsmenn í fellilistanum til að skoða eina stóra skýrslu.

Annaðhvort er hægt að skoða skýrslu eða fá hana senda á netfang viðkomandi sem er innskráður.

Listi stimpiltegunda. Athugið að búið er að búa til stofna stimpiltegundina Vinna að heiman
Section


Column
width40%

Sjálfvirkar stimplanir

Notast er við skilgreinda Vinnutíma á starfsmönnum til að stimpla starfsmenn sjálfkrafa út ef þeir hafa gleymt því.

Vinnsla fer af stað á klukkutíma fresti og skráir starfsmenn út ef þeir hafa verið skráðir inn
í meira en 16 klukkustundir og eru þeir skráðir út m.v endatíma vinnutímans.

Vinnslan skoðar einnig hvort starfsmaðurinn sé skráður í Frí eða Veikindi/Veikindi barna og skráir þá starfsmanninn út og inn í frí/veikindi næsta vinnudag m.v vinnutíma.


Info
titleDæmi

Jónas stimplar sig inn í Frí á fimmtudegi og segir yfirmanni sínum að hann komi til vinnu á þriðjudag. Þegar liðið hafa meira en 16 klukkustundir frá því að hann skráði sig inn mun vinnslan skrá hann út. Næst mun vinnslan sjá að hann sé stimplaður inn á Frí og stofna nýja færslu með byrjunartíman m.v vinnutíma Jónasar (segjum 08:00). Þetta gengur koll af kolli þar til Jónas mætir til vinnu á þriðjudegi. Ef til er sjálfvirk færsla þegar Jónas skráir sig inn þá sér stimpilklukkan um að eyða henni.Column
width60%

Vinnsla skráir starfsmann inn og út þar til hann mætir til vinnu aftur.
Hægt er að sjá í Athugasemd að færslan var stofnuð sjálfvirkt.


Senda yfir í dk

Á síðu stimpilklukku hreyfinga er að finna takkann .
Þar er hægt að senda stimpilklukku færslur úr dk+ kerfinu yfir í dk.
Val er um að senda yfir í dk-stimpilklukku eða dk-verkbókhald.


Note
titleAthugið

Athugið að yfirfærsla notast við sama tímabil og valið er til að sía færslur.


Þegar smellt er á  fer af stað vinnsla í bakgrunni sem færir færslurnar yfir og sendir viðkomandi sem framkvæmdi aðgerðina tölvupóst með upplýsingum um fjölda færslna, upplýsingar um hvaða færslur voru sendar yfir, villur og fleira.

dk-stimpilklukka

Eldra stimpilklukkukerfi er að finna inni í dk forritinu. Ef nota á launakeyrslur í dk á innstimplanir þarf fyrst að færa stimpilklukkufærslur úr dk+ yfir í dk.

dk-verkbókhald

Hægt er að færa dk+ stimpilklukkufærslur yfir í verkbókhald í dk ef notast er við verk í stimpilklukkunni. Þá stofnast færsla í verkdagbók starfsmannsins með dagvinnu/yfirvinnu tímum (ef notast er við vinnutíma).


Viðmótið fyrir það að færa færslur.

Búið er að velja að færa yfir í dk-stimpilklukku fyrir alla starfsmenn.