Hægt er að virkja vMail kerfisviðbótina í gegnum dkplús undir Lánardrottnar. Þar er smellt á stillingar hnappinn uppi í hægra horni, þá birtist gluggi eins og á Mynd 1.
Til að tengjast við pósthólf þarf að gefa upp nauðsynlegar upplýsingar svo sem notandanafn (oftast netfangið), lykilorð og miðlara.
Upplýsingar varðandi þetta er hægt að fá hjá þjónustuaðila sem hýsir tölvupóstinn hjá fyrirtækinu.
Pósthýsing
Ef póstur er hýstur hjá dkVistun þá er hægt að senda póst á hjalp@dk.is til að stofna sér pósthólf eða stilla af hólf sem þegar er til staðar.