Undir Uppsetning → Fyrirtæki er hægt að sjá alla þá hópa sem til eru í kerfinu.
Grunnhóparnir sem til eru sjálfkrafa í kerfinu eru:
- Stjórnandi (hefur aðgang að öllu)
- Samþykktir reikninga (hefur eingöngu aðgang að samþykktum)
Hægt er að stofna og sérsníða hópa að þörfum notanda. Notendur geta tilheyrt engum, einum eða fleiri hópum. Ef notandi er í fleiri en einum hóp þá sameinast réttindin.
DæmI: Ef notandi fær aðgang að Samþykktum frá einum hóp en Birgðum frá öðrum hóp þá fær hann aðgang að báðu.
Athugið
Ef valið er "Hafna" þá sér notandi þá einingu ekki þó svo hún sé "Virk" í öðrum hópum sem notandinn tilheyrir.
Aðgangur að launa upplýsingum
Launa upplýsingar eru ekki aðgengilegar í gegnum API jafnvel þótt viðkomandi sé stjórnandi í fyrirtæki.
Til að opna fyrir aðgengi að launum þarf að stofna réttindahóp og stilla hann á að heimila laun
og undir launa flipanum heimila launaseðla.
Bæta svo notandanum sem á Auðkenningar tákn í réttindahópinn.