Með því að smella á hóp er hægt að breyta þeim réttindum sem sá hópur hefur.
Grunnstilling á hópi er að eining sé "Óvirk". Til að virkja einingu fyrir þann hóp þarf að smella á stikuna og velja "Virk". Grunneiningarnar koma fram á efri part gluggans.
Í flipum fyrir neðan er síðan hægt að sérsníða frekar hvað notandi má sjá undir ákveðnum einingum. Til að bæta notendum við í hópa er átt við Meðlimi hópa
Dæmi
Ef notandi á að sjá Skuldunautalista og Tengiliði er hægt að "Virkja" bæði.
Dæmi
Ef notandi á að sjá Samþykki og Reikninga er hægt að "Virkja" bæði.
Undir flipanum "Tilkynningar" er hægt að breyta hvers lags tilkynningar meðlimir hópsins fá.
Dæmi
Yfirmaður vill fá tilkynningu um þegar að notanda hefur verið bætt við í dkPlus. Þá er flipanum "Notanda boðið" breytt í Tölvupóstur, SMS eða Bæði.
Athugið
Ef sérsníða þarf valmynd fyrir hluta af notandum er betra að stofna nýjan hóp og sérsníða hann heldur en að eiga við grunnhópa kerfisins.