Undir Uppsetning - Fyrirtæki er hægt að bjóða notendum inn í dkPlus. Til þess að framkvæma þetta þarf að vera Stjórnandi í kerfinu. 


Notandinn sem bjóða á inn þarf að vera til sem Starfsmaður. Ef viðkomandi kemur ekki fram á listaum undir "Bjóða notanda inn í DK+" er hægt að stofna starfsmannin undir Fyrirtæki og starfsmenn eða stofna hann í dk Hugbúnaði.

Til að bjóða starfsmanni aðgang að kerfinu er valið "Bjóða"

Við það opnast flipi þar sem netfang notandans er sett inn og réttinda hópur valinn.

Ef enginn réttindahópur er valinn stofnast starfsmaðurinn í dkPlus án aðgangs að einingum.

Ávalt er hægt að bæta notanda við réttindahóp eftir á. 

Notandi fær tölvupóst sendan sjálfvirkt frá kerfinu sem tilkynnir honum að búið sé að stofna hann í dkPlus.

Þarf notandi þá að smella á hlekkinn sem fylgir póstinum og búa til lykilorð.