Page tree
Skip to end of metadata
Go to start of metadataFyrir þá sem vilja eða þurfa að handvirkt stofna tengingu inn í dkVistun á Windows vélum þá eru leiðbeiningar hér að neðan.

Nauðsynlegt er að vera með Thinprint Client v11 uppsettan til að tengja prentara. [Uppsetning á Thinprint Client]

Uppsetning með Remote desktop client

Opnið Remote Desktop Client (start → run → mstsc)

Í Windows 8/10 nægir að opna START og skrifa mstsc. Leitin ætti að finna fyrir ykkur forritið

General

Hostname: globalcloud.dkvistun.is

Ertu að tengjast rétta umhverfinu?

Það er mismunandi hvaða "___"cloud.dkvistun.is umhverfi notendur tengjast. Hægt er að fara inn á https://vef.dkvistun.is og skrá sig inn þar til að sjá hvaða umhverfi notandinn er stilltur til að tengjast inn í.


Username: dkvistun\username

Notendanafnið er skrifað í domain\username formati. Fyrst skrifar þú domain, í þessu tilviki dkvistun, svo skástrik og að lokum notendanafnið þitt í dkVistun
Það skiptir máli að nota rétt skástrik (Atl Gr + Ö = \)

Display

Færði stikuna til vinstri til að minnka upplausnina í dkvistun og hún verður þá í Window þekur ekki allan skjáinn.
Hafðu hakað við Use all my monitors for the remote session ef þú vilt að fjartengingin noti alla skjáina þína.

Local Resources

Passaðu að hafa EKKI hakað við Printers því Thinprint keyrir sjálfkrafa upp þegar þú ræsir dkVistun og er með sína eigin tengingu.

Clipboard ætti að vera valið, þá getur þú notað Copy/Paste á texta á milli dkVistunar og tölvunnar þinnar.

Undir More getur þú valið hvaða drif og tæki þú tengir við dkVistun

Experiance

Hér þarf ekkert að eiga við stillingar en ef netið er hægt hjá þér þá er gott að byrja hér og velja prófíl sem hentar betur.

Advanced

Undir Server Authentication er hakað við Warn me

Smelltu á Settings til að opna gluggann fyrir Gateway server stillingar

Server name: securecloud.dkvistun.is
Hafðu hakað við Use my RD Gateway credentials for the remote computerVista stillingarnar

Þegar búið er að setja inn allar stillingar þarf að fara aftur í General flipann og smella þar á Save As...

Velja Desktop og setja heiti á skrána, td dkVistun.rdp


Til hamingju! Þú hefur nú handvirkt stofnað tengingu inn í dkVistun.

Breyta stillingum eftir á

Til að breyta stillingum þarfti bara að hægri smella á iconið og velja edit

Eftir að þú ert búin(n) að breyta því sem þarf að breyta þá ferðu í General flipann og velur Save og lokar svo glugganum.