Page tree
Skip to end of metadata
Go to start of metadata

Nauðsynlegt er fyrir notendur á Windows stýrikerfum að vera með Thinprint client uppsettan til að tengja prentara við dk í hýsingunni.
Eftir uppsetningu er hægt að opna stillingarnar en forritið ræsist svo sjálfkrafa þegar opnuð er tenging inn í dkVistun.

Uppsetning á Thinprint fyrir prentun

Thinprint Client tengir prentarana þína við dkVistun. Forritið þarf að vera uppsett áður en þú tengir þig inn í dkVistun.

Stillingar í Thinprint
Setup

Inherit system's deafult printer notar sjálfgefinn prentara á tölvunni þinni sem sjálfgefinn prentara inn í dkVistun

Use this printer gefur þér val um að hafa einhvern annan en sjálfgefna prentarann á tölvunni þinni sem sjálfgefinn prentara inn í dkVistun

Það á alltaf að vera hakað í Default at server

Assignment

Hér eru ávallt allir prentarar valdir sem eru uppsettir á tölvunni þinni. Þú hefur val um að fækka prentururum sem tengjast inn í dkVistun með því að afhaka við prentara sem þú munt ekki nota í dk.

Enable sending properties er valið sjálfkrafa og á ekki að fikta í því nema þú lendir mögulega í vandræðum með útprentun. Með því að fjarlægja hakið nota Thinprint einfaldari útgáfu af prentarauppsetningum inn í dkVistun.
Fyrir 99% notenda virkar það án vandræða að hafa hakið í.

Það er gott að hafa einungis hakað við þá prentara sem þú munt nota í dk því tenging á morgun prenturum getur tafið eilítið tenginguna (15-60 sekúndur)
Svo gerir það líta fólki einfaldara um vik að velja prentara ef það eru ekki margir óþarfa prentarar í listanum.