Eftir að Uppsetningu er lokið þá virkjast nýjar aðgerðir undir Skuldunautar.

Þegar farið er inn í einn skuldunaut þá er hægt að bjóða inn notendum á viðkomandi skuldunaut.

Athugið

Notandi þarf að vera með réttindi til að sjá Mínar síður flipann undir skuldunauti.

Með því að smella á +Stofna (sjá Mynd 1) birtist gluggi þar sem hægt er að setja inn netfang þess sem á að bjóða inn.

Viðkomandi verður þá skráður undir Ósamþykkt Boð og fær sendan hlekk í tölvupósti til að staðfesta boð á Mínar síður.
Þegar viðkomandi smellir á hlekk í tölvupóstinum virkjast aðgangurinn.


Mynd 1. Flipi fyrir Mínar Síður er að finna á síðu skuldunauts.Boð sent

Þegar búið er að senda boð á notanda birtist nafnið hans eða netfang undir Ósamþykkt Boð.

Þeir notendur sem hafa dkPlús aðgang birtast með nafni en þeir notendur sem ekki hafa aðgang birtast aðeins á netfangi.
Þeir notendur sem eru með gráleitan texta eru ekki til í núverandi fyrirtæki sem notendur.

Fjarlægja ósamþykkt boð

Ef á að fjarlægja ósamþykkt boð er hægt að smella á rauða x-ið við hliðina nafni notandans (sjá Mynd 2) og staðfesta að eigi að fjarlægja boðið.

Mynd 2. Búið að bjóða þremur notendum.

Boð samþykkt

Þegar notandi hefur samþykkt boðið birtist hann í lista yfir notendur með aðgang.


Fjarlægja aðgengi notanda

Ef á að fjarlægja aðgengi notanda að Mínum síðum er hægt að smella á rauða x-ið við hliðina nafni notandans (sjá Mynd 3) og staðfesta að eigi að fjarlægja aðgengi.

Mynd 3. Notandi Guðmundur Þór hefur samþykkt boð á Mínar Síður.Myndskeið (sýnidæmi)