Hópar
Hægt er að skilgreina marga hópa af vinnutímum.
Þetta kemur að góðum notum þegar munur er á vinnutíma starfsmanna.
Dæmi
Kristín vinnur á verkstæðinu og hefðbundinn vinnutími hennar er 08:00 til 17:00, hún yrði sett í hópinn Verkstæði (8-17).
Guðmundur vinnur á skrifstofunni og hans vinnutími er almennt 08:00 til 16:00, því væri tilvalið að setja hann í hópinn Skrifstofa (8-16).
Tveir hópar hafa verið stofnaðir.
Undir hverjum hópi er að finna nokkra eiginleika:
Rúnun - eiginleiki
Hægt er að velja um rúnun fyrir vinnutíma hóp.
Hún segir til um hvernig skal rúna inn- og útstimplanir starfsmanna í stimpilklukku (innan þess hóps).
Dæmi
Valmynd fyrir rúnun
Sjálfgefið - eiginleiki
Hægt er að merkja hvort hópur sé sjálfgefinn eða ekki. Þegar hópur er merktur sjálfgefinn þýðir það að allir starfsmenn sem ekki hafa skráðan vinnutíma í fyrirtækinu fá þann hóp sjálfkrafa.
Gul athugasemd birtist í þeim hópi sem hefur verið gerður sjálfgefinn.
Vinnutímar - skilgreining á vinnuviku
Þegar smellt er á
örina við hliðina hópi birtast vinnutímar - skilgreindir í einni viku.Að breyta gildi í reit
Hægt er að hefja breytingarham á dálki á tvo vegu:
- Með því að tvísmella á reit.
- Með því að smella á reit og smella á "Enter" á lyklaborðinu.
Einnig er hægt að færa sig á milli reita með "Tab" á lyklaborðinu.
- Þegar breytingarhamur er virkur er hægt að nota upp/niður örvatakka til að breyta gildum.
Vinnudagur - eiginleikar
Föst byrjun
Merkir það að sama hvenær starfsmaðurinn stimplar sig inn (fyrir byrjunar tíma) þá mun stimplunin alltaf byrja á þeim tíma.
Dæmi
Kormákur stimplar sig inn klukkan 7:43 á mánudegi, og hann er í hópi sem er með skilgreindann vinnutíma á mánudögum sem 08:00 til 16:00 með fasta byrjun setta sem 08:00. Því mun innstimplaður tími vera 08:00.
Endir (verk)
Segir til um hvenær "verkdagur" endar. Þegar verið er að senda stimpilklukkufærslur yfir í dk-verkbókhald þá er þessi eiginleiki skoðaður til að ákvarða hvenær dagvinna breytist í yfirvinnu (sé hún öðruvísi en vinnutími starfsmanna).
Veik. ekki skráð
Þegar Sjálfvirk stimplun á sér stað, þá er litið í þennan eiginleika. Ef að merkt er í Veikindi ekki skráð við ákveðinn dag, þá eru starfsmenn ekki skráðir inn á þeim degi.
Frí ekki skráð
Þegar Sjálfvirk stimplun á sér stað, þá er litið í þennan eiginleika. Ef að merkt er í Frí ekki skráð við ákveðinn dag, þá eru starfsmenn ekki skráðir inn á þeim degi.
Athugið
Eftir að breytingar hafa verið gerðar þarf að Vista þær.
Búið er að gera breytingar á nokkrum reitum (bláir) og verið er að skrifa inn í Endir á laugardegi.
Athugið að viðkomandi á eftir að Vista breytingarnar.