Page tree
Skip to end of metadata
Go to start of metadata

Upplýsingarnar hér fyrir neðan eru ætlaðar fyrir hýsingaraðila og þá sem hýsa sitt eigið dk Kerfi og vilja fá tengingu við dkPlus. 

Forsendur þess að taka upp vefþjónustu á eigin þjóni er:

 • Stýrikerfi: Windows 10 eða Windows Server 2012 eða nýrra. 
 • Pervasive: Pervasive Server v11 eða nýrra.

Til að tryggja sem besta upplifun er mikilvægt að þjónn sem hýsir dk og vefþjónustu sé ekki undir of miklu álagi svo að vefþjónusta geti skilað gögnum eðlilega til dkPlus kerfisins. 


Upplýsingar

Fyrir aðstoð eða upplýsingar hafið samband við dk á hjalp@dk.is 

1. Tengipunktur

dkPlus vinnur saman með dk í gegnum svo kallaðan tengipunkt sem settur er upp á vefþjón sem hefur aðgengi að dk gögnunum.

Þeir sem eru í dkVistun setja þjónustuna ekki upp, þeir einfaldlega sækja um hana á hjalp@dk.is 

Ef þú sérð um rekstur á dk kerfinu sækir þú uppsetninga forrit hér

Uppsetninga skráin gerir eftirfarandi:

 • Stillir af vefþjón
 • Stillir af vefsvæði
 • Setur upp vefþjónustuna
 • Stillir af keyslu þjónustu á vefþjóni
 • Leitar af dk uppsetningu og stillir réttindi ef hún finnst
 • Stillir af sjálfvirka uppfærslu á þjónustum

2. Kerfis notandi

Eftir að uppsetningu er lokið þarf að stofna notanda í DK sem mun sjá um samskiptin gegnum vefþjónustuna.
Opna þarf DK og skrá inn sem "Admin" notandinn. 

 • Fara í Almennt → Umsjón → Notendur
 • Smella á "Stofna"
 • Setja notandanafn t.d. ws.plus.usr og setja á hann lykilorð
 • Undir réttindi skal haka við "Hefur admin réttindi" og svo vista
 • Opna nýtt tilvik af DK og skrá inn ný stofnaða notandann. 
 • Fara í Skrá → Fyrirtæki → Listi og velja fyrirtæki til að grunn stilla notanda á.

3. Upplýsingar sendar til dk

 • Til að hefja uppsetningu dkPlus megin þarf að senda póst á hjalp@dk.is og biðja um uppsetningu á dkPlus. 
 • Mikilvægt er að hafa skráðan tengilið sem staðfestir að setja megi upp kerfið. 
 • Senda þarf með notandanafn,lykilorð og slóð á þjónustu (URL).
  • Dæmi ws.dkplus.usr / Tengja1kerfi / https://fyrirtaeki.is/dkPlusBase/dkWSItemsCGI.exe

4. Uppfæra leyfi

 • Til að klára uppsetnignu þarf að uppfæra leyfi (eftir að haft hefur verið samband) í dk Kerfinu. 
 • Það er gert undir Hjálp - Um Kerfið - Leyfi - F5 Valmynd - Uppfæra leyfi með vefþjónustu. 

IP takmarkanir

Hjá fyrirtækjum sem reka sín eigin kerfi og vilja takmarka að vefþjónustan sé ekki aðgengileg almennt á internetinu þá er hægt að opna einungis fyrir eftirfarandi IP tölu mengi: 

 79.171.102.190 - 79.171.102.220


 • No labels