Hér er hægt að finna upplýsingar og leiðbeiningar við notkun á dkPlus kerfinu.
https://www.dkplus.is/
Tengipunktur
dkPlus vinnur saman með dk í gegnum svo kallaðan tengipunkt sem settur er upp á vefþjón sem hefur aðgengi að dk gögnunum.
Þeir sem eru í dkVistun setja þjónustuna ekki upp þar sem það er gert fyrir viðkomandi.
Ef þú sérð um rekstur á dk kerfinu sækir þú uppsetninga forrit hér
Uppsetninga skráin gerir eftirfarandi.
- Stillir af vefþjón
- Stillir af vefsvæði
- Setur upp vefþjónustuna
- Stillir að keyslu þjónustu á vefþjóni
- Leitar af dk uppsetningu og stillir réttindi ef finnst
- Stillir af sjálfvirka uppfærslu á þjónustum
Kerfisnotandi
Eftir að uppsetningu er lokið þarf að stofna notanda í DK sem mun sjá um kerfis samskiptin.
Opna þarf DK og skrá inn sem "Admin" notandinn
- Fara í Almennt → Umsjón → Notendur
- Smella á stofna
- Setja notandanafn t.d. ws.plus.usr og setja á hann lykilorð
- Undir réttindi skal haka við "Hefur admin réttindi" og svo vista
- Opna nýtt tilvik af DK og innskrá ný stofnaða notandann
- Fara í Skrá → Fyrirtæki → Velja
velja eitthvað fyrirtæki til að grunn stilla notanda á.
Senda þarf svo notandanafn,lykilorð og slóð á þjónustu til að hægt sé að setja upp viðkomandi kefi í dkPlus
IP takmarkanir
Hjá fyrirtækjum sem reka sín eigin kerfi og vilja takmarka þannig að þjónustan sé ekki aðgengileg almennt á internetinu þá er hægt að opna einungis fyrir eftirfarandi IP tölu
79.171.102.193
Í framtíðinni ef samskipti hætta að virka má rekja það til þess að viðkomandi tölu hefur verið breytt og þarf þá að setja inn nýja tölu sem verður til sýnis hérna.
Leita í skjölun
Vinsæl viðfangsefni