Dæmi um stimpilklukku hreyfingar fyrir febrúar mánuð 2020 í dk+
Stillingar
Til þess að setja upp stimpilklukkuna þarf að ákveða hvaða reitir eiga að vera sýnilegir þegar starfsmaður stimplar sig inn.
Stimpiltegundir
.......
Sjálfvirkar stimplanir
Notast er við skilgreinda Vinnutíma á starfsmönnum til að stimpla starfsmenn sjálfkrafa út ef þeir hafa gleymt því.
Vinnsla fer af stað á klukkutíma fresti og skráir starfsmenn út ef þeir hafa verið skráðir inn
í meira en 16 klukkustundir og eru þeir skráðir út m.v endatíma vinnutímans.
Vinnslan skoðar einnig hvort starfsmaðurinn sé skráður í Frí eða Veikindi/Veikindi barna og skráir þá starfsmanninn út og inn í frí/veikindi næsta vinnudag m.v vinnutíma.
Dæmi
Jónas stimplar sig inn í Frí á fimmtudegi og segir yfirmanni sínum að hann komi til vinnu á þriðjudag. Þegar liðið hafa meira en 16 klukkustundir frá því að hann skráði sig inn mun vinnslan skrá hann út. Næst mun vinnslan sjá að hann sé stimplaður inn á Frí og stofna nýja færslu með byrjunartíman m.v vinnutíma Jónasar (segjum 08:00). Þetta gengur koll af kolli þar til Jónas mætir til vinnu á þriðjudegi. Ef til er sjálfvirk færsla þegar Jónas skráir sig inn þá sér stimpilklukkan um að eyða henni.
Vinnsla skráir starfsmann inn og út þar til hann mætir til vinnu aftur.
Hægt er að sjá í Athugasemd að færslan var stofnuð sjálfvirkt.
Senda yfir í dk
Á síðu stimpilklukku hreyfinga er að finna takkann .
Þar er hægt að senda stimpilklukku færslur úr dk+ kerfinu yfir í dk.
Val er um að senda yfir í dk-stimpilklukku eða dk-verkbókhald.
Athugið
Athugið að yfirfærsla notast við sama tímabil og valið er til að sía færslur.
Þegar smellt er á fer af stað vinnsla í bakgrunni sem færir færslurnar yfir og sendir viðkomandi sem framkvæmdi aðgerðina tölvupóst með upplýsingum um fjölda færslna, upplýsingar um hvaða færslur voru sendar yfir, villur og fleira.
dk-stimpilklukka
Eldra stimpilklukkukerfi er að finna inni í dk forritinu. Ef nota á launakeyrslur í dk á innstimplanir þarf fyrst að færa stimpilklukkufærslur úr dk+ yfir í dk.
dk-verkbókhald
Hægt er að færa dk+ stimpilklukkufærslur yfir í verkbókhald í dk ef notast er við verk í stimpilklukkunni. Þá stofnast færsla í verkdagbók starfsmannsins með dagvinnu/yfirvinnu tímum (ef notast er við vinnutíma).
Viðmótið fyrir það að færa færslur.
Búið er að velja að færa yfir í dk-stimpilklukku fyrir alla starfsmenn.