Útlit á stimpilklukkusíðu (fyrir demo fyrirtækið Unit ehf)
Dálkar
Stimpilklukkan sýnir þrjá dálka; Innstimplun, Innskráðir og Útskráðir.
Innskráðir
Sýnir lista af þeim starfsmönnum sem eru skráðir inn. Þar birtast einnig upplýsingar eins og Athugasemd, Verkheiti og verknúmer, tegund stimplunar, dagsetning og tími innstimplunar.
Útskráðir
Sýnir lista af þeim starfsmönnum sem eru útskráðir. Í þeim lista birtist aðeins nafn og mynd.
Athugið
Ef búið er að tengja netfang við starfsmanninn mun verða uppfletting með Gravatar til að reyna finna mynd til að sýna.
Mynd þeirra starfsmanna sem hafa tengt netfang sitt í gegnum Gravatar mun því verða sýnileg á Innskráðir/Útskráðir listanum.
Hjalti er skráður inn á verk og hefur sett Athugasemd
Ágúst er ekki skráður inn á verk og hefur aðeins skráð Athugasemd.
er eini valkosturinn umfram tegund stimplunar.
Innstimplunar gluggi þar sem Verk hefur verið gert skilyrt (í stillingum)
en Athugasemd og Verkþáttur eru valkvæðir reitir.
Stimplanir
Þegar stimplun hefur átt sér stað birtast skilaboð uppi í hægra horni sem gefur til kynna hvort stimplun hafi tekist (inn og út stimplanir) eða villa hafi komið upp.
Starfsmaður var stimplaður inn á verk.
Starfsmaður var stimplaður út.
Ógilt starfsmannanúmer hefur verið slegið inn.