Page tree
Skip to end of metadata
Go to start of metadata

Áður en hægt er að stofna fyrirtæki í dkOne þarf gera eftirfarandi

Vefþjónusta

dkOne notast við vefþjónustu til að miðla gögnnum.
Sækja uppsetninga skrá hér


Hýsingar aðilar

Uppsetninga skrá styður fleiri en eina uppsetningu

Hægt er að skilgreina heiti á uppsetningu við keyrslu á uppsetninga forritinu

en einnig hægt að gera með skiptun "dkOne Client Setup.exe" /newinst /instname CompanyName /qn

Kerfis notandi

Eftir að uppsetningu er lokið þarf að stofna notanda í DK sem mun sjá um samskiptin gegnum vefþjónustuna.
Opna þarf DK og skrá inn sem "Admin" notandinn. 

 • Fara í Almennt → Umsjón → Notendur
 • Smella á "Stofna"
 • Setja notandanafn t.d. ws.dkone.usr og setja á hann lykilorð
 • Undir réttindi skal haka við "Hefur admin réttindi" og svo vista
 • Opna nýtt tilvik af DK og skrá inn ný stofnaða notandann. 
 • Fara í Skrá → Fyrirtæki → Listi og velja fyrirtæki til að grunn stilla notanda á.

Uppfæra leyfi

 • Til að klára uppsetnignu þarf að uppfæra leyfi (eftir að haft hefur verið samband) í dk Kerfinu. 
 • Það er gert undir Hjálp - Um Kerfið - Leyfi - F5 Valmynd - Uppfæra leyfi með vefþjónustu. 

Upplýsingar sendar til dk

 • Til að hefja uppsetningu dkOne megin þarf að senda póst á hjalp@dk.is og biðja um uppsetningu á dkOne. 
 • Mikilvægt er að hafa skráðan tengilið sem staðfestir að setja megi upp kerfið. 
 • Senda þarf með notandanafn,lykilorð og slóð á þjónustu (URL).

IP takmarkanir

Hjá fyrirtækjum sem reka sín eigin kerfi og vilja takmarka að vefþjónustan sé ekki aðgengileg almennt á internetinu þá er hægt að opna einungis fyrir eftirfarandi IP tölu mengi: 

 79.171.102.190 - 79.171.102.220


Réttindi

Uppsetninga skráin mun setja réttindi fyrir APP Pool á viðkomandi vél ef að dk uppsetningin er til staðar þar.

Ef vefþjónninn er á domain þá þarf að búa til notanda í viðkomandi domain og stilla vefþjónustuna til að nota þann aðgang til að fá aðgang af gögnum.

Hægt er að stilla af réttindi á APP Pool eða Physical Path Credentials sem er einfladaði leið.


Uppfærsla

Almennt þar sem vefþjónustu er keyrandi á sama miðlara og dk gögnin þá er búið að úthluta réttindum á "APP Pool" og haldast þá við uppfærslu.

Ef afturámóti er sett inn sér réttindi sem er algent þegar dk gögnin liggja á annari vél en vefþjóninum þá þarf að setja aftur inn Windows notandanafn eins og gert er í réttindi hér fyrir ofan.


Innri uppfærsla

í uppsetningunni er lítið forrit sem sér um að uppfæra vefþjónustuna og er það keyrt á klukkutíma fresti í "Scheduled Task" á vefþjóninum.

 • No labels