Page tree
Skip to end of metadata
Go to start of metadata

Til þess að virkja stimpilklukku fyrir þitt fyrirtæki þarf að vera búið að gera nokkra hluti.

Stimpilklukka í dk+ stendur ein og sér fyrir utan dk-stimpilklukkuna.

Hægt er að færa færslur á milli þessara kerfa en einnig er hægt að færa yfir í verkbókhald.

Bæta við léni

Ef virkja á stimpilklukku þarf fyrst að velja nafn á léni. Á síðunni Umsjón/Yfirlit er að finna svæði sem heitir Síður.
Þar er hægt að stofna lén með forskriftina <nafn>.work.dkplus.is.
Eftir að lénið hefur verið stofnað er hægt að benda á vefslóðina úr öðru léni.

Stilla lén

Eftir að lén hefur verið stofnað er hægt að eiga við stillingar léns. Með því að smella á heiti lénsins undir Síður svæðinu opnast upp gluggi með stillingum.

Deildir

Ef fyrirtæki notast við Deildir er hægt að takmarka lénið við ákveðna deild. Ef deild er valin munu allar stimplanir frá því léni sjálfkrafa fá þá deild.

IP-tölu takmarkanir

Ef takmarka á aðgang fyrir utanákomandi fyrirspurnir er það í boði. Notast við CIDR.
Hægt er að bæta við mörgum IP-tölum einfaldlega með því að hafa hverja IP-tölu í nýrri línu.
Til að sjá töluna sem þú ert að koma frá getur þú farið á https://www.myip.is

Valkostir

Undir valkostum er að finna ýmislegar stillingar:

  • Tungumál:
    Segir til um á hvaða tungumál er notað á léninu.
  • Verkleit virk:
    Segir til um hvort felligluggi birtist með leit í verkum við innstimplanir (ef notast er við verk).
  • Innstimplun falin:
    Segir til um hvort fela eigi starfsmanna númer þegar það er slegið inn (eins og gert er með lykilorð).
  • No labels