Page tree
Skip to end of metadata
Go to start of metadata

Hægt er að virkja vMail kerfisviðbótina í gegnum dkplús undir Lánardrottnar. Þar er smellt á stillingar hnappinn uppi í hægra horni, þá birtist gluggi eins og á Mynd 1.

Til að tengjast við pósthólf þarf að gefa upp nauðsynlegar upplýsingar svo sem notandanafn (oftast netfangið), lykilorð og miðlara.

Upplýsingar varðandi þetta er hægt að fá hjá þjónustuaðila sem hýsir tölvupóstinn hjá fyrirtækinu.


Pósthýsing

Ef póstur er hýstur hjá dkVistun þá er hægt að senda póst á hjalp@dk.is til að stofna sér pósthólf eða stilla af hólf sem þegar er til staðar.Auðkenning

Nauðsynlegt er að fylla inn í alla reiti og einnig að hafa IMAP virkt hjá póstþjónustunni, dkplús notar þetta til að auðkenna sig og lesa úr pósthólfinu.
Ef IMAP er ekki virkt á pósthólfinu mun auðkenning ekki virka.

Þegar auðkenning hefur tekist mun vMail reyna að lesa úr pósthólfinu um 15 mínútum seinna.


Reglur

Hægt er að stilla reglur til að skrá reikninga á tiltekin lánardrottinn út frá sendanda. Sem dæmi eiga allir reikningar sem koma frá @paypal.com að fara á lánardrottinn ERL-US-044, þá yrði mynstrið "*@paypal.com" og lánardrottinn ERL-US-044. Því næst þegar einhver@paypal.com sendir reikning á pósthólfið sér vMail um að lesa hann inn og setja hann á réttann lánardrottinn.

Sjálfgefinn lánardrottinn

Ef að lánardrottinn finnst ekki útfrá sendanda eða upplýsingum úr viðhengi er reikningurinn stofnaður á sjálfgefinn lánardrottinn.
Það er lánardrottinn með númerið default, ef hann er ekki til þá er hann stofnaður sjálfkrafa.Stillingar

Fylgiskjala Sería

Hægt er að tilgreina fylgiskjala seríu á þá reikninga sem koma í gegnum innlesturinn. Serían er hlaupandi númer sem hækkar við hvern reikning sem stofnast.

Netföng tilkynninga

Undir stillingum er hægt að stilla netföng tilkynninga fyrir innlestur. Þau póstföng sem þar eru tilgreind munu fá tilkynningar um eftirfarandi:

  • "Reikningur þegar til" - Þegar reikningur sem lesinn er inn er nú þegar til í kerfinu (sama reikningsnúmer og sami lánardrottinn).
  • "Viðhengi of stórt" - Þegar t.d PDF viðhengi í pósti er of stórt er það tekið til hliðar (mest 15MB)
  • "Villa við innlestur" - Þegar ekki tekst að lesa inn reikning úr pósthólfinu og villa kemur upp er pósturinn settur til hliðar í möppu.
  • "Ómeðhöndluð villa við innlestur" - Þegar villa kemur upp og ekki var hægt að færa póstinn yfir í möppu, þá þarf að færa hann handlega.

Ef ekkert er skráð

Ef ekkert netfang er sett undir Netföng tilkynninga munu slíkir póstar sendast á alla stjórnendur fyrirtækisins.

(Mynd 1) Fylla þarf í alla reiti og smella á vista til að virkja
vMail kerfisviðbótina.


(Mynd 2) Hér er búið að setja inn eina reglu fyrir öll @dk póstöng
sem skráist á kennitölu dk Hugbúnaðar.


(Mynd 3) Búið er að setja netfang fyrir tilkynningar og skrá fylgiskjalaseríu.

(Mynd 4)

Póstur frá dkplús þegar skeyti með of stóru viðhengi fannst.

(Mynd 5)

Póstur frá dkplús þegar reikningur með sama
reikningsnúmer fannst þegar til í kerfinu.

(Mynd 6)

Póstur frá dkplús þegar villa varð við innlestur á skeyti úr pósthólfinu.

  • No labels