Lánadrottna pósthólf er kerfisviðbót sem hægt er að virkja. Hún sækir sjálfkrafa tölvupóst úr pósthólfi og stofnar sem lánardrottna reikning.

Sjá nánari útskýringar hér: Reikninga pósthólf


Office 365 er með sjálfgefna reglu um að lykilorð notanda breytist á 90 daga fresti og þarf því að setja inn nýtt lykilorð í stilingunum svo kerfi haldi áfram að virka
Hægt er að breyta að lykilorð á reikninga pósthólfi renni út í office 365 sjá hér

Stillingar

Til að geta virkjað þennan kerfishluta þarf að setja inn upplýsingar fyrir pósthólfið. Auðkenning

Til að tengjast við pósthólf þarf að gefa upp nausynlegar upplýsingar um hvar á að tengjast við hólf með hvaða 
pósthólfs auðkennum.

Upplýsingar varðandi þetta er hægt að fá hjá þjónustuaðila sem hýsir tölvupóst fyrirtækis.
ef póstur er hýstur hjá dkVistun þá er hægt að senda póst á hjalp@dk.is til að stofna sér pósthólf eða stilla af hólf sem þegar er til staðar.


Reglur

Hægt er að stilla reglur til að skrá reikninga á tiltekin lánardrottinn út frá uppruna.
t.d. allur póstur sem kemur frá einhverjum @paypal.com skráist á lánardrottinn ERL-US-044
þá er sett inn í lánardrottinn svæðið "ERL-US-044" og í munstur "*@paypal.com" 
nú þegar reikningur berst frá viðkomandi og ekki tekst að finna lánardrottinn út frá innihaldi reiknings þá er skilgreindur lánardrottinn skráður á reikninginn.Stillingar

Ýmsar stillingar varðandi meðhöndlun.

Netfang tilkynningar

Hér skal taka fram þau netföng sem á að senda tilkynningar varðandi vandamál sem upp geta komið
t.d. ef reikningur hefur þegar verið skráður og því verður viðkomandi skeyti ekki lesið inn.

Ef ekkert er skráð þá verður póstur sendur á alla skráða stjórnendur fyrirtækisins í dkPlus.


Fylgiskjala sería

Hægt er að úthluta sér fylgiskjala seríu á þá reikninga sem koma inn í gegnum pósthólfið.
t.d. MAIL-00001 og mun þetta númer hækka við hvern reikning sem stofnast.


Meðhöndlun skeyta

Hægt er að sérstilla hvernig kerfið meðhöndlar þá tölvupósta sem berast í hólfið eftir sendanda. 

Póstsending getur innihaldið fleiri en einn reikning.

Ef fleiri en einn reikningur er í tölvupósti þá grípur dkPlus öll viðhengi og stofnar sér reikning út frá hverju viðhengi. 

Viðhengi eru skönnuð og eftirfarandi er skráð á reikninginn:


Einnig ef Gjaldalykill er skráður á Lánardrottinn er lína sjálfkrafa stofnuð og skráð eru: 


  • .rtf
  • .doc
  • .docx
  • .pdf
  • .mht
  • .odt
  • .xml
  • .epub
  • .html .htm


Sjá Lánardrottna pósthólf (VendaMail)